Innlent

Ný ríkisstjórn tekur við völdum

MYND/Stöð 2

Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum nú klukkan tvö. Nýir ráðherrar Samfylkingarinnar komu laust fyrir klukkan tvö og vakti athygli að þau Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Kristján Möller samgönguráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra komu saman í bíl á fundinn.

Undirskriftir nýrra ráðherra á fundargerð fyrsta fundar nýju ríkisstjórnarinnar.MYND/Stöð 2

Ráðherrarnir mættu í dyrunum fráfarandi ráðherrum Framsóknarflokksins sem sátu hádegisverðarboð forseta Íslands eftir síðasta ríkisráðsfund sinn í morgun. Boðuðu framsóknarmenn í samtölum við fjölmiðla harða stjórnarandstöðu á Alþingi á komandi kjörtímabili.

Að loknum ríkisráðsfundinum á þriðja tímanum kemur ríkisstjórnin svo til myndatöku á tröppum Bessastaða. Í kjölfarið taka svo nýir ráðherrar við lyklum í ráðuneytum sínum af fráfarandi ráðherrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×