Innlent

Rusl sem datt af bíl olli árekstri

Árekstur varð á Sæbraut upp úr klukkan sex í dag. Óhappið varð með þeim hætti að rusl datt af bíl sem var á ferð. Bílinn sem ók á eftir snarhemlaði til þess að keyra ekki á ruslið sem og sá næsti en ekki vildi betur til en svo að þriðji bíllinn sem kom á eftir ók aftan á ökumanninn sem reynt hafði að forðast árekstur.

Bílarnir skemmdust lítið en ökumaður kvartaði undan eymslum í hálsi.

Þá varð harður árekstur á Höfðabakka síðdegis í dag. Einn var fluttur á slysadeild og eru báðir bílarnir mikið skemmdir en annar þeirra fór tvær veltur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×