Lýsir eftir áfallahjálp 5. maí 2007 06:00 Rebekka Rán Samper líkir lífsgöngunni við fjallgöngu. Henni var að opnast fjallasýn, og segir hún það eðlilegt að fá snert af lofthræðslu við slíkar aðstæður.fréttablaðið/Anton Rebekka Rán Samper er fertug í dag. Á milli þess að sinna stöðu markaðsstjóra Bifrastar, vinna að doktorsritgerð sinni og myndlistinni hefur henni tekist að finna tíma til veisluhalda. Henni þykir áfanginn þó skrýtinn. „Sérstaklega af því að maður man svo vel eftir foreldrum sínum á þessum aldri,“ sagði Rebekka. „Að mínum dómi var þetta hallæristímabil í klæðaburði föður míns, þar sem hann gekk um með breitt bindi, í fjólubláum, teinóttum jakkafötum og með mjög síða barta. Þetta þótti algjört æði á sínum tíma, en myndirnar tala sínu máli í dag,“ sagði Rebekka og hló við. „Ég er svona að velta því fyrir mér hvort ég sé sjálf á þessu stigi en geri mér bara ekki grein fyrir því,“ bætti hún við. Rebekku þykir fertugsafmælið hafa komið aftan að sér. „Mér finnst að það ætti að vera í boði einhvers konar áfallahjálp,“ segir hún sposk. „Mér finnst þetta vera svolítið eins og maður sé búinn að vera að ganga upp á fjall, sem er lífið. Fyrst um sinn, þegar maður er að fara upp hlíðina, er maður með svo lítið útsýni. Maður spíttar bara upp fjallið af miklum móð. Svo kemur maður allt í einu upp, þar sem ég stend í dag, og fær þetta útsýni yfir farinn veg og fram á veginn. Ég held það væri hreinlega óeðlilegt ef maður fengi ekki snert af lofthræðslu,“ sagði hún hlæjandi. „Maður gerir sér skynsama hugmynd um hvað lífið er stutt og hversu skammt er eftir. Ég tek það fram að ég er ekki á grafarbakkanum,“ bætti hún við, „en maður sér hlutina einhvern veginn í skýrara ljósi.“ Rebekka hélt upp á afmælið sitt í gær með hund-rað manna veislu. „Það var annaðhvort að flýja land eða gera þetta almennilega,“ sagði hún. Aðspurð hvort hún hafi einhverjar hefðir í heiðri á afmælisdögum, segir Rebekka það aðallega vera kvíðaköst. „Ég á rosalega bágt með að eiga einhvern dag svona prívat og persónulega og verða aðalpunktur athyglinnar. Ég veit að það kemur vinum mínum samt örugglega spánskt fyrir sjónir, því ég er í eðli mínu ekki sérstaklega innhverf manneskja,“ sagði hún og hló. „Eftir að ég eignaðist barnið mitt hef ég bara reynt að verja deginum með honum, og svo fer ég iðulega út að borða, bara ekki alltaf með hundrað manns,“ bætti hún við. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira
Rebekka Rán Samper er fertug í dag. Á milli þess að sinna stöðu markaðsstjóra Bifrastar, vinna að doktorsritgerð sinni og myndlistinni hefur henni tekist að finna tíma til veisluhalda. Henni þykir áfanginn þó skrýtinn. „Sérstaklega af því að maður man svo vel eftir foreldrum sínum á þessum aldri,“ sagði Rebekka. „Að mínum dómi var þetta hallæristímabil í klæðaburði föður míns, þar sem hann gekk um með breitt bindi, í fjólubláum, teinóttum jakkafötum og með mjög síða barta. Þetta þótti algjört æði á sínum tíma, en myndirnar tala sínu máli í dag,“ sagði Rebekka og hló við. „Ég er svona að velta því fyrir mér hvort ég sé sjálf á þessu stigi en geri mér bara ekki grein fyrir því,“ bætti hún við. Rebekku þykir fertugsafmælið hafa komið aftan að sér. „Mér finnst að það ætti að vera í boði einhvers konar áfallahjálp,“ segir hún sposk. „Mér finnst þetta vera svolítið eins og maður sé búinn að vera að ganga upp á fjall, sem er lífið. Fyrst um sinn, þegar maður er að fara upp hlíðina, er maður með svo lítið útsýni. Maður spíttar bara upp fjallið af miklum móð. Svo kemur maður allt í einu upp, þar sem ég stend í dag, og fær þetta útsýni yfir farinn veg og fram á veginn. Ég held það væri hreinlega óeðlilegt ef maður fengi ekki snert af lofthræðslu,“ sagði hún hlæjandi. „Maður gerir sér skynsama hugmynd um hvað lífið er stutt og hversu skammt er eftir. Ég tek það fram að ég er ekki á grafarbakkanum,“ bætti hún við, „en maður sér hlutina einhvern veginn í skýrara ljósi.“ Rebekka hélt upp á afmælið sitt í gær með hund-rað manna veislu. „Það var annaðhvort að flýja land eða gera þetta almennilega,“ sagði hún. Aðspurð hvort hún hafi einhverjar hefðir í heiðri á afmælisdögum, segir Rebekka það aðallega vera kvíðaköst. „Ég á rosalega bágt með að eiga einhvern dag svona prívat og persónulega og verða aðalpunktur athyglinnar. Ég veit að það kemur vinum mínum samt örugglega spánskt fyrir sjónir, því ég er í eðli mínu ekki sérstaklega innhverf manneskja,“ sagði hún og hló. „Eftir að ég eignaðist barnið mitt hef ég bara reynt að verja deginum með honum, og svo fer ég iðulega út að borða, bara ekki alltaf með hundrað manns,“ bætti hún við.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira