Fjörugt jafntefli í toppslagnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2007 14:28 Cesc Fabregas fagnar jöfnunarmarki sínu. Nordic Photos / Getty Images Arsenal og Manchester United skildu jöfn í fjörugum leik á Emirates Stadium í dag. Arsenal náði að jafna metin í uppbótartíma. William Gallas skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik en Cesc Fabregas jafnaði metin í síðari hálfleik. Cristiano Ronaldo svaraði en Gallas fékk uppreisn æru þegar hann skoraði jöfnunarmarkið seint í leiknum. Leiknum var sjónvarpað til 202 landa og var talið að jafnvel einn milljarður manna myndu horfa á leikinn. Hann fór þá fremur rólega af stað en Cristiano Ronaldo fékk fyrsta færið. Það var eftir fyrstu hornspyrnu leiksins sem Wayne Rooney sótti af harðfylgi. Ryan Giggs tók spyrnuna en skalli Ronaldo var ekki hárrétt tímasettur og fór rétt svo framhjá markinu. Emmanuel Adebayor svaraði um hæl með skalla í næstu sókn Arsenal eftir fyrirgjöf Gael Clichy. Boltinn fór yfir mark United. Eftir um stundarfjórðungsleik vildu leikmenn Arsenal fá vítaspyrnu þegar Nemanja Vidic virtist toga Alex Hleb niður en Hvítrússinn virtist geysilega öflugur og var skæður í liði Arsenal. Giggs fékk svo gullið tækifæri til að skora mark eftir fyrirgjöf Ronaldo. Giggs virtist hissa að boltinn hafi náð alla leið til hans þar sem hann stóð við fjarstöngina og náði ekki að gera sér mat úr færinu. Nokkru síðar fékk Arsenal frábært færi en Edwin van der Saar var vel á verði. Arsenal fékk skyndisókn eftir að hornspyrna Giggs var hreinsuð í burtu. Brotið var á Hleb og tók Cesc Fabregas aukaspyrnuna. Boltinn hafnaði beint á kollinum á William Gallas sem stóð afar stutt frá marki United. En þá kom loksins að því að mark var skorað. Wes Brown gaf boltann út á kantinn til Ronaldo sem gaf fasta fyrirgjöf á nærstöng Arsenal-marksins. Þar var Rooney í boltanum sem fór þó af hendi Gallas og í markið. Sjálfsmark var það því. Arsenal var ekki lengi að svara því strax á 48. mínútu jafnar Fabregas metin fyrir Arsenal. Van der Saar varði vel frá Adebayor en Bacary Sagna náði frákastinu og kom boltanum á Fabregas sem skilaði knettinum í markið. Síðari hálfleikur var mun opnari en sá fyrri og nokkrar efnilegar sóknir litu dagsins ljós. Theo Walcott kom inn á og skapaði nokkurn usla en þegar bæði lið virtust sætta sig við jafntefli áttu gestirnir frábæra sókn. Louis Saha hafði komið inn á sem varamaður fyrir Carlos Tevez og átti frábæra sendingu á Patrice Evra sem kom í hlaupið inn í teiginn. Hann renndi boltanum út á Ronaldo sem átti í engum vandræðum með því að ýta honum yfir línuna. Stórbrotin sókn hjá United. Sigurinn virtist tryggður. En síðara jöfnunarmarkið var ótrúlegt. Gallas fékk uppreisn æru þegar hann náði að fylgja eftir skoti samherja að marki sem var varið á línu. Van der Saar varði boltann inn í markinu og kom það ekki í ljós fyrr en nokkrum sekúndum síðar eftir mikinn hamagang í teig United. En markið stóð og þar með jafnteflið. Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Arsenal og Manchester United skildu jöfn í fjörugum leik á Emirates Stadium í dag. Arsenal náði að jafna metin í uppbótartíma. William Gallas skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik en Cesc Fabregas jafnaði metin í síðari hálfleik. Cristiano Ronaldo svaraði en Gallas fékk uppreisn æru þegar hann skoraði jöfnunarmarkið seint í leiknum. Leiknum var sjónvarpað til 202 landa og var talið að jafnvel einn milljarður manna myndu horfa á leikinn. Hann fór þá fremur rólega af stað en Cristiano Ronaldo fékk fyrsta færið. Það var eftir fyrstu hornspyrnu leiksins sem Wayne Rooney sótti af harðfylgi. Ryan Giggs tók spyrnuna en skalli Ronaldo var ekki hárrétt tímasettur og fór rétt svo framhjá markinu. Emmanuel Adebayor svaraði um hæl með skalla í næstu sókn Arsenal eftir fyrirgjöf Gael Clichy. Boltinn fór yfir mark United. Eftir um stundarfjórðungsleik vildu leikmenn Arsenal fá vítaspyrnu þegar Nemanja Vidic virtist toga Alex Hleb niður en Hvítrússinn virtist geysilega öflugur og var skæður í liði Arsenal. Giggs fékk svo gullið tækifæri til að skora mark eftir fyrirgjöf Ronaldo. Giggs virtist hissa að boltinn hafi náð alla leið til hans þar sem hann stóð við fjarstöngina og náði ekki að gera sér mat úr færinu. Nokkru síðar fékk Arsenal frábært færi en Edwin van der Saar var vel á verði. Arsenal fékk skyndisókn eftir að hornspyrna Giggs var hreinsuð í burtu. Brotið var á Hleb og tók Cesc Fabregas aukaspyrnuna. Boltinn hafnaði beint á kollinum á William Gallas sem stóð afar stutt frá marki United. En þá kom loksins að því að mark var skorað. Wes Brown gaf boltann út á kantinn til Ronaldo sem gaf fasta fyrirgjöf á nærstöng Arsenal-marksins. Þar var Rooney í boltanum sem fór þó af hendi Gallas og í markið. Sjálfsmark var það því. Arsenal var ekki lengi að svara því strax á 48. mínútu jafnar Fabregas metin fyrir Arsenal. Van der Saar varði vel frá Adebayor en Bacary Sagna náði frákastinu og kom boltanum á Fabregas sem skilaði knettinum í markið. Síðari hálfleikur var mun opnari en sá fyrri og nokkrar efnilegar sóknir litu dagsins ljós. Theo Walcott kom inn á og skapaði nokkurn usla en þegar bæði lið virtust sætta sig við jafntefli áttu gestirnir frábæra sókn. Louis Saha hafði komið inn á sem varamaður fyrir Carlos Tevez og átti frábæra sendingu á Patrice Evra sem kom í hlaupið inn í teiginn. Hann renndi boltanum út á Ronaldo sem átti í engum vandræðum með því að ýta honum yfir línuna. Stórbrotin sókn hjá United. Sigurinn virtist tryggður. En síðara jöfnunarmarkið var ótrúlegt. Gallas fékk uppreisn æru þegar hann náði að fylgja eftir skoti samherja að marki sem var varið á línu. Van der Saar varði boltann inn í markinu og kom það ekki í ljós fyrr en nokkrum sekúndum síðar eftir mikinn hamagang í teig United. En markið stóð og þar með jafnteflið.
Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira