Innlent

Verslingar í morgunmat hjá framsókn

MYND/GVA

Peysufatadagurinn var haldinn hátíðlegur í Verzlunarskóla Íslands í dag og var mikið um dýrðir. Um 300 nemendur eru að ljúka verslunarprófi eftir tveggja ára nám og við það tilefni klæða þeir sig upp og gera sér glaðan dag. Hátíðarhöldin standa fram eftir nóttu en nemendur hófu daginn á því að gæða sér á morgunverði í Ýmishúsinu í boði Framsóknarflokksins.

Aðspurður um ástæðu þess að Framsóknarflokkurinn bjóði í morgunverð segir Stefán Þór Helgason, formaður Fjórðabekkjarráðs, það vera í takt við gamla hefð. „Þetta hefur verið hefð í skólanum í nokkur ár að Framsókn bjóði í mat á þessum degi. Við tökum við gjöfum hverskonar frá ýmsum aðilum, við myndum taka vel í það ef aðrir flokkar myndu vilja styrkja okkur með einhverjum hætti." Stefán segir að kosturinn hafi verið góður hjá framsóknarmönnum að þessu sinni, eins og alltaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×