Innlent

Fann nokkuð af fíkniefnum við húsleit í Breiðholti

MYND/Pjetur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann nokkuð magn fíkniefna við húsleit í Breiðholti í gær. Þar á meðal voru um 100 grömm af hassi, amfetamín og marijúana. Karlmaður og kona voru handtekin og yfirheyrð vegna málsins.

Þá hafði lögregla afskipti af konu í miðborginni um hádegi í gær eftir að hún hafði ekið á móti umferð. Hún reyndist í annarlegu ástandi og í fórum hennar fundust ætluð fíkniefni. Skráningarnúmer voru fjarlægð af bílnum sem var með bilaðar bremsur.

Í Kópavogi voru svo tveir piltar um tvítugt færðir á lögreglustöð í nótt en í bíl annars þeirra fundust ætluð fíkniefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×