Verið Vísindagarðar tekur til starfa á Sauðárkróki 26. apríl 2007 09:48 Fyrirtækið Verið Vísindagarðar ehf. hefur verið stofnað á Sauðárkróki og fyrr í dag var haldinn opinn kynningarfundur um starfssemina. Eitt af markmiðum Versins er að „stuðla að uppbyggingu atvinnulífs, efla rannsóknir og námsframboð og auka verðmætasköpun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu," segir í tilkynningu frá Verinu. Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, sagði að Verið Vísindagarðar væri farsæl leið til uppbyggingar atvinnulífs á svæðinu, einkum í matvælaiðnaði. Hann sagði að ráðuneytið hafði lagt sig fram um að fjölga sérfræðistörfum hjá stofnunum ráðuneytisins á landsbyggðinni, en þeim hefði fjölgað um 25 síðustu misseri og álíka fjöldi hið minnsta væri fyrirsjáanlegur. "Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilvægt er að fjölga atvinnutækifærum fyrir háskólamenntað fólk á landsbyggðinni og sömuleiðis námsmöguleikum. Þetta er liður í því," sagði ráðherra í ræðu sinni. Verið annast rekstur kennslu og rannsóknaraðstöðu í formi vísindagarða í tengslum við Háskólann á Hólum, Matvælarannsóknir Íslands (Matís), FISK Seafood og fleiri aðila. Félagið stefnir að enn frekari uppbyggingu á því sviði með því að skapa aðstöðu og vettvang til aukins samstarfs atvinnulífs, innlendra og erlendra háskóla og rannsóknaraðila. Gísli Svan Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Versins en hann starfaði áður sem útgerðarstjóri hjá FISK Seafood á Sauðárkróki. Vísindagarðarnir eru í um 1.500 fermetra húsnæði að Háeyri 1. Þar er Háskólinn á Hólum með aðstöðu fyrir kennslu og rannsóknir í fiskeldi, fiskalíffræði, sjávar- og vatnalíffræði. Þá er Matís þar með starfsemi fyrir fyrirtækið Iceprotein sem framleiðir prótein úr fiskafskurði. Vísindagarðar eins og þeir sem hafa verið teknir í notkun á Sauðárkróki hafa verið stofnaðir við fjölmarga háskóla erlendis því reynslan sýnir að slík starfssemi sé öflug leið til að efla byggðir og samfélög með víðtæku háskólastarfi í nánu samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Nú þegar munu vera uppi áform um að bæta verulega við núverandi húsnæði. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Fyrirtækið Verið Vísindagarðar ehf. hefur verið stofnað á Sauðárkróki og fyrr í dag var haldinn opinn kynningarfundur um starfssemina. Eitt af markmiðum Versins er að „stuðla að uppbyggingu atvinnulífs, efla rannsóknir og námsframboð og auka verðmætasköpun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu," segir í tilkynningu frá Verinu. Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, sagði að Verið Vísindagarðar væri farsæl leið til uppbyggingar atvinnulífs á svæðinu, einkum í matvælaiðnaði. Hann sagði að ráðuneytið hafði lagt sig fram um að fjölga sérfræðistörfum hjá stofnunum ráðuneytisins á landsbyggðinni, en þeim hefði fjölgað um 25 síðustu misseri og álíka fjöldi hið minnsta væri fyrirsjáanlegur. "Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilvægt er að fjölga atvinnutækifærum fyrir háskólamenntað fólk á landsbyggðinni og sömuleiðis námsmöguleikum. Þetta er liður í því," sagði ráðherra í ræðu sinni. Verið annast rekstur kennslu og rannsóknaraðstöðu í formi vísindagarða í tengslum við Háskólann á Hólum, Matvælarannsóknir Íslands (Matís), FISK Seafood og fleiri aðila. Félagið stefnir að enn frekari uppbyggingu á því sviði með því að skapa aðstöðu og vettvang til aukins samstarfs atvinnulífs, innlendra og erlendra háskóla og rannsóknaraðila. Gísli Svan Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Versins en hann starfaði áður sem útgerðarstjóri hjá FISK Seafood á Sauðárkróki. Vísindagarðarnir eru í um 1.500 fermetra húsnæði að Háeyri 1. Þar er Háskólinn á Hólum með aðstöðu fyrir kennslu og rannsóknir í fiskeldi, fiskalíffræði, sjávar- og vatnalíffræði. Þá er Matís þar með starfsemi fyrir fyrirtækið Iceprotein sem framleiðir prótein úr fiskafskurði. Vísindagarðar eins og þeir sem hafa verið teknir í notkun á Sauðárkróki hafa verið stofnaðir við fjölmarga háskóla erlendis því reynslan sýnir að slík starfssemi sé öflug leið til að efla byggðir og samfélög með víðtæku háskólastarfi í nánu samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Nú þegar munu vera uppi áform um að bæta verulega við núverandi húsnæði.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira