Innlent

Slys í Kópavogslaug

Fimmtán ára gamall unglingspiltur fannst meðvitundarlaus í Kópavogslaug klukkan tíu í morgun. Drengurinn var í skólasundi þegar atvikið átti sér stað. Þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn höfðu lífgunartilraunir þegar verið hafnar og var hann fluttur í skyndi á bráðamóttöku. Að sögn lögreglu er ekki vitað á þessari stundu hvort um drukknun eða veikindi hafi verið að ræða. Hjá Landsspítala fást þær upplýsingar að drengurinn sé á gjörgæslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×