Innlent

Malarflutningabíll valt við Þorlákshöfn

Frá Þorlákshöfn.
Frá Þorlákshöfn. MYND/Einar Elíasson

Malarflutningabíll valt á hliðina við hringtorg í Þorlákshöfn í hádeginu. Eftir því lögregla á Selfossi segir var ökumaður flutningabílsins í belti og tókst honum að komast að sjálfsdáðum út úr bílnum.

Hann kvartaði þó undan eymslum og var fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Talið er að vörubíllin hafi farið upp á kant með fyrrgreindum afleiðingum og liggur mölin nú á veginum í hringtorginu. Lögregla segir að nokkrar klukkustundir taki að moka henni upp en hún stjórnar umferðinni um hinn hluta hringtorgsins á meðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×