Fótbolti

Skotland vann Litháen

Elvar Geir Magnússon skrifar
Skotar fagna marki Kris Boyd.
Skotar fagna marki Kris Boyd.

Skotar unnu Litháen 3-1 í undankeppni Evrópumótsins. Liðin eru í B-riðli en með sigrinum komust Skotar upp að hlið Frakka í efsta sætinu. Ítalía og Frakkland mætast í kvöld og ljóst að sigurliðið úr þeim leik tekur efsta sætið.

Skotar eru í harðri baráttu um að komast í lokakeppni EM en það var Kris Boyd sem kom þeim yfir í leiknum í dag. Tomas Danilevicus jafnaði úr umdeildri vítaspyrnu en mörk frá Stephen McManus og James McFadden færðu Skotum stigin þrjú.

Frakkland og Skotland hafa átján stig en Ítalía er með sextán. Rétt áðan var að ljúka leik Georgíu og Úkraínu en hann endaði með jafntefli 1-1. Úkraína hefur þrettán stig og situr í fjórða sæti riðilsins.

Undankeppni EM - B riðill

Skotland - Litháen 3-1

Georgía - Úkraína 1-1

Ítalía - Frakkland hefst kl. 18:50

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×