Fótbolti

Jafntefli í Portúgal

Elvar Geir Magnússon skrifar
Cristiano Ronaldo skoraði í kvöld.
Cristiano Ronaldo skoraði í kvöld.

Portúgal og Pólland gerðu 2-2 jafntefli í A-riðlinum en gestirnir skoruðu jöfnunarmarkið á 87. mínútu. Pólland skoraði fyrsta markið í leiknum en Maniche og Cristiano Ronaldo svöruðu og komu heimamönnum yfir 2-1.

Krzynowek jafnaði síðan í 2-2 og urðu það lokatölur leiksins. Tveir leikir voru í A-riðli en í hinum gerðu Serbía og Finnland markalaust jafntefli.

Pólland hefur tuttugu stig í fyrsta sæti og Finnland er með átján í öðru. Bæði lið hafa leikið tíu leiki. Portúgal er með sextán stig í þriðja sætinu og Serbía í því fjórða með fimmtán stig. Portúgal og Serbía hafa leikið níu leiki.

Undankeppni EM - A riðill

Serbía - Finnland 0-0

Portúgal - Pólland 2-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×