Fótbolti

Silva á skotskónum fyrir Króatíu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eduardo da Silva.
Eduardo da Silva.

Króatar eru í efsta sæti í E-riðli undankeppni EM en liðið vann Eistland 2-0 í kvöld. Eduardo da Silva, sóknarmaður hjá Arsenal, gerði gæfumuninn fyrir Króatíu í leiknum en hann skoraði bæði mörkin.

Strax á sjöttu mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu þegar brotið var á Silva. Darijo Srna fór á punktinn en skot hans fór í stöng. Pressa Króata jókst eftir því sem leið á hálfleikinn og kom fyrra markið á 39. mínútu en Silva innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleik.

Allt er opið í E-riðlinum. Króatía er með tuttugu stig, Rússland hefur átján en England og Ísrael eru með sautján stig. Ísrael hefur leikið leik meira en hinar þjóðirnar.

Undankeppni Evrópumótsins - E riðill

England - Ísrael 3-0

Rússland - Makedónía 3-0

Króatía - Eistland 2-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×