Innlent

Heilbrigðisráðherra víkkar út áfallahjálp

Frá Breiðuvík
Frá Breiðuvík
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur falið Landlækni að tryggja að sú geðheilbrigðisþjónusta sem boðin hefur verið fyrrverandi vistmönnum Breiðavíkurheimilisins standi einnig til boða þeim sem dvalið hafa langdvölum á öðrum stofnunum sem reknar hafa verið af framlögum ríkis eða sveitarfélaga og sem þolað hafa ofbeldi af hálfu starfsmanna og/eða annarra vistmanna.

Um einstaklingsbundna aðstoð er að ræða og ræðst umfang hennar af þörfum hvers og eins, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Óskað verður eftir samstarfi við samtökin Stígamót sem hafa mikla reynslu á þessu sviði og sérstaklega verður hugað að vanda heyrnarlausra. Geðsvið Landsspítala-háskólasjúkrahúss mun annast móttöku og meta þörf þeirra sem telja sig þurfa á þessari aðstoð að halda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×