Fótbolti

Óli Kristjáns ætlar að kveða Valsgrýluna í kútinn

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.

Valsmenn hafa ekki tapað fyrir Breiðablik á heimavelli í 26 ár. Þjálfari Breiðabliks, Ólafur Kristjánsson, lætur það ekki hræða sig og ætlar sínum mönnum sigur þegar liðin mætast á Laugardagsvelli í kvöld.

"Þetta er náttúrulega do or die lekur fyrir Valsmenn," slettir Ólafur Kristjánsson.

"En við getum ekkert verið að hugsa of mikið um það. Við verðum frekar að einbeita okkur að því að halda okkar leikgleði og okkar sjálfstrausti. Ef við náum því fer þetta vel í kvöld," segir hann.

En hvað segir Ólafur um tölfræðina. Breiðablik hefur ekki unnið Valsmenn í 26 ár á heimavelli Vals.

"Já, það hafa einhverjir spekingar verið að kasta þessu fram. Málið er bara það að enginn af mínum leikmönnum spiluðu fyrir Breiðablik fyrir 26 árum, svo ég hef litlar áhuggjur af þessu. Og það sama ætti að gilda um þá.

Ef eitthvað er þá er þetta bara áskorun að reka svona grýlur á dyr og við munum taka því þannig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×