Innlent

Heildarafli jókst um 29 þúsund tonn

Þorskafli dróst saman um 2 þúsund tonn milli ára.
Þorskafli dróst saman um 2 þúsund tonn milli ára. MYND/SH

Heildarafli íslenskra skipa í síðastliðnum júlímánuði jókst um rúm 29 þúsund tonn miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Þetta er aukning upp á 21,1 prósent. Það sem af er árinu hefur fiskaflinn aukist um 1,1 prósent á föstu verði miðað við fyrra ár.

Alls nam aflinn í síðasta mánuði rúmum 116 þúsund tonnum en í sama mánuði í fyrra var hann tæp 89 þúsund tonn. Þorskafli dróst saman um 2 þúsund tonn en á sama tíma jókst ýsuaflinn um rúm 1.200 tonn. Aukning í uppsjávarafla nam rúmum 32 þúsund tonnum en botnfiskafli dróst saman um rúm 5 þúsund tonn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×