Innlent

Anna Kristín formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs

MYND/Egill Aðalsteinsson

Umhverfisráðherra hefur skipað stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til næstu fjögurra ára og verður Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona umhverfisráðherra, formaður stjórnarinnar. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn verði formlega stofnaður snemma á næsta ári. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur umsjón með náttúruvernd í Vatnajökulsþjóðgarði.

Í stjórninni Vatnajökulsþjóðgarðs sitja sjö fulltrúar: fjórir formenn svæðisráða þjóðgarðsins, einn fulltrúi tilnefndur af umhverfisverndarsamtökum og tveir fulltrúar skipaðir án tilnefningar af umhverfisráðherra, þ.e. formaður og varaformaður. Einn fulltrúi tilnefndur af útivistarsamtökum á áheyrnaraðild að fundum stjórnar.

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs skipa:

Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður

Ellý Katrín Guðmundsdóttir, varaformaður

Rúnar Þórarinsson

Eiríkur Björn Björgvinsson

Hjalti Þór Vignisson

Elín Heiða Valsdóttir

Þórunn Pétursdóttir

Magnús Hallgrímsson (áheyrnarfulltrúi)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×