Innlent

Höfuðstöðvar Kaupþings áfram á Íslandi

Þrátt fyrir að aðeins 15 prósent af starfsemi Kaupþings fari fram hér á landi ætlar bankinn ekki að flytja höfuðstöðvar sínar segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans. Hans segir mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að hér sé öflug fjármálastarfssemi.

Kaupþing keypti í gær hollenska bankann NIBC en eins og greint hefur verið frá í fréttum þá eru kaupið þau stærstu í Íslandssögunni. Eftir kaupin fara aðeins um 15 prósent af starfssemi Kaupþings fram hér á landi sem vekur upp þá spurningu hvort til standi að færa höfuðstöðvar bankans úr landi.

Hreiðar Már segir að á meðan það er hagstætt að halda höfuðstöðvunum á Íslandi þá verði þær ekki fluttar. Á Íslandi sé gott starfsfólk og hagstætt skattaumhverfi fyrir fyrirtæki.

Hreiðar Már segir kaupin einnig hafa mikla þýðingu fyrir Ísland og Íslendinga. Hann segir það spennandi að byggja Íslands upp sem fjámálamiðstöð. Miklu máli skipti fyrir Íslendinga að hafa öfluga fjármálastarfssemi á landinu. Eins greiði fyrirtæki eins og Kaupþing há laun og háa skatta sem kemur sér vel fyrir íslenskt samfélag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×