Fótbolti

Mikið ritað um framtíð Eiðs Smára

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eiður Smári í baráttunni í enska boltanum.
Eiður Smári í baráttunni í enska boltanum.

Fjölmiðlar í Evrópu halda áfram að velta fyrir sér framtíð íslenska landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen. Nú er sagt að tyrkneska félagið Galatasaray sé á höttunum á eftir honum en Eiður er aftarlega í forgangsröðinni hjá spænska liðinu Barcelona.

Eiður hefur um nokkurt skeið verið orðað við West Ham United og þá hefur þjálfari franska liðsins Lyon, Alain Perrin, viðurkennt það að félagið var í viðræðum við spænska stórliðið um Eið. Þær viðræður runnu þó út í sandinn vegna þrálátra meiðsla Eiðs.

„Við höfðum samband við Barcelona og spurðum út í Eið því okkur vantaði sóknarmann sem fyrst. Hann átti við meiðsli að stríða og því fór málið ekki lengra," sagði Perrin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×