Innlent

Tímasetningar skattalækkana illa ígrundaðar

Hagfræðingur ASÍ segir tímasetningar á skattalækkunum ríkisstjórnarinnar 1. mars síðastliðinn hafa verið illa ígrundaðar, þar sem krónan hafi verið á fleygiferð og hagkerfið óstöðugt. Því hafi verið erfitt fyrir neytendur að fylgjast með verðlagi á mat-og drykkjarvöru frá degi til dags.

Í nýrri könnun ASÍ á verðlagi á mat og drykkjarvöru í lágvöruverslunum kemur í ljós að verðlækkanir á mat og drykkjarvöru hafi ekki gengið eftir sem skyldi þrátt fyrir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar í mars síðastliðnum.

Samkvæmt mati hagstofunnar hefði mat og drykkjarvara átt að lækka um 8,7 % frá því að skattalækkanir gengu í gegn en mælingar ASÍ sýna að verð hefur ekki lækkað nema um 4,2% til 6,7 % í lágvöruverslunum. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ segir að betri tímasetningar hefði mátt finna fyrir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar. Krónan hafi farið upp og niður og efnahagskerfið verið óstöðugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×