Innlent

Hrefnuveiðibátar á miðin á ný

Markaðssetning hrefnukjöts gengur ágætlega.
Markaðssetning hrefnukjöts gengur ágætlega. Mynd/ Visir.is

Hrefnuveiðibátur hélt út frá Akranesi kl. 15 í dag og að öllum líkindum mun annar fara frá Ísafirði á morgun. Að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna ehf. er stefnt á að taka 2-3 dýr á næstu dögum en fara svo aftur eftir 10 daga og saxa þannig rólega á kvótann í sumar, en hann fyrnist í byrjun september.

Gunnar segir að lítið sé af hrefnu á Faxaflóa þessa dagana og sé það í takt við það sem veiðimenn hafi fundið fyrir í sumar. Hrefnan sé frekar í Húnaflóa eða fyrir norðan, þar sem meira sé af æti fyrir hana. Gunnar telur einnig að hrefnan sé mun horaðari en hún var fyrir 20 árum síðan.

Gunnar segir að hrefnukjöt hafi selst ágætlega í sumar, en kjötið hafi verið markaðssett sérstaklega síðastliðin tvö ár. Allt kjöt hafi selst af 34 dýrum seld í sumar en verið sé að gera að 10 dýrum til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×