Innlent

Hiti yfir 20 stig í Grafarvogi

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Einmunablíða er um mest land og er nú 21 stigs hiti á Þingvöllum. Veðurblíðan, sem hefur verið lýst af innilokuðum skrifstofustarfsmönnum sem ,,óþolandi", mun að líkindum halda eitthvað áfram.

 

Ekkert bólar á síðdegisskúrum sem spáð hafði verið síðdegis á Vesturlandi, en klukkan 15.00 var 20 stiga hiti í Grafarvogi, léttskýjað og vindhraði fjórir metrar á sekúndu.

Útlit er fyrir milt og bjart veður áfram, sérstaklega þó sunnan og vestanlands. Spárnar segja reyndar að líkur séu á skúrum á morgun, en vonandi sannast það sem Bógomil Font söng ekki alls fyrir löngu: ,,Veðurfræðingar ljúga".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×