Framsókn tapar fimm kjördæmakjörnum þingmönnum á landsbyggðinni 16. apríl 2007 18:30 Framsóknarflokkurinn tapar fimm af átta kjördæmakjörnum þingmönnum sínum á landsbyggðinni, samkvæmt samanlögðum könnunum Stöðvar tvö í landsbyggðarkjördæmunum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stað en Vinstri grænir bæta við sig fjórum. Nokkur munur er á þremur könnunum sem birst hafa á undanförnum dögum, frá Capacent Gallup, Blaðinu og Fréttablaðinu. Skoðum fyrst stöðu Framsóknarflokksins. Fylgi hans er nokkuð svipað milli þessara þriggja kannanna, er frá 8,6 prósentum í Fréttablaðinu á sunnudag upp í 9,9 prósent hjá Gallup sem birt var á föstudag. Þá höfum við reiknað samanlagt fylgi flokkana saman úr þremur könnunum Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð tvö, þ.e.a.s. í Norðaustur kjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Þar mælist Framsóknarflokkurinn með 14,5 prósent. En það skal ítrekað að þarna er aðeins um að ræða stöðuna í þessum þremur kjördæmum. Frjálslyndi flokkurinn sveiflast frá 5,8 prósentum í Fréttablaðinu upp í 9 prósent hjá Blaðinu og fær 5,7 prósent í landsbyggðarkönnunum Stöðvar tvö. Lítill munur er á fylgi Íslandshreyfingarinnar milli kannana, fylgi hans er á milli tvö til þrjú prósent. All mikill munur er á fylgi Samfylkingarinnar eftir könnunum. Hún mælist hæst með 22,3 prósent í Fréttablaðinu en lægst hjá Gallup með 18 prósent. Mikill munur er á lægsta og hæsta fylgi Sjálfstæðisflokksins sem fær 37 prósent hjá Gallup en 45 prósent hjá Blaðinu og er með 30,5 prósent í landsbyggðarkönnunum Stöðvar tvö. Og eins er mikill munur á fylginu við Vinstri græna, sem eru lægstir hjá Blaðinu með 15,5 prósent en hæstir hjá Gallup með 25 prósent og 20,5 prósent á landsbyggðinni. Einar Mar Sigurðarson segir Blaðið og Fréttablaðið nota aðra aðferðafræði en Félagsvísindastofnun og Gallup. Blöðin hringi í fólk úr símaskránni eftir ákveðinni aðferð sem þau hafi þróað og spyrji eingöngu einnrar spurningar. Einar segir ekki mikinn mun vera á fylgi flokkanna í könnunum dagblaðanna sem yfirleitt séu gerðar á einum degi. Gallup og Félagsvísindastofnun taka hins vegar úrtak úr þjóðskrá og taka nokkra daga í að ná í fólk. En skoðum aðeins stöðuna á landsbyggðinni í kosningum 2003 annars vegar og í Stöðvar tvö könnununum. Þá sést að Framsókn missir fimm kjördæmakjörna þingmenn frá síðustu kosningum, Frjálslyndir missa einn, Samfylkingin bætir við sig einum, Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stað með 8 þingmenn en Vinstri grænir bæta við sig fjórum kjördæmakjörnum þingmönnum á landsbyggðinni. Munurinn á könnunum blaðanna og Félagsvísindastofnunar og Gallups, gæti m.a. helgast af því að erfitt getur reynst að ná í eldri konur, sem ekki eru skráðar í símaskrá og svo ungt fólk með frelsiskort og því ekki heldur skráð í símaskrá. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Framsóknarflokkurinn tapar fimm af átta kjördæmakjörnum þingmönnum sínum á landsbyggðinni, samkvæmt samanlögðum könnunum Stöðvar tvö í landsbyggðarkjördæmunum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stað en Vinstri grænir bæta við sig fjórum. Nokkur munur er á þremur könnunum sem birst hafa á undanförnum dögum, frá Capacent Gallup, Blaðinu og Fréttablaðinu. Skoðum fyrst stöðu Framsóknarflokksins. Fylgi hans er nokkuð svipað milli þessara þriggja kannanna, er frá 8,6 prósentum í Fréttablaðinu á sunnudag upp í 9,9 prósent hjá Gallup sem birt var á föstudag. Þá höfum við reiknað samanlagt fylgi flokkana saman úr þremur könnunum Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð tvö, þ.e.a.s. í Norðaustur kjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Þar mælist Framsóknarflokkurinn með 14,5 prósent. En það skal ítrekað að þarna er aðeins um að ræða stöðuna í þessum þremur kjördæmum. Frjálslyndi flokkurinn sveiflast frá 5,8 prósentum í Fréttablaðinu upp í 9 prósent hjá Blaðinu og fær 5,7 prósent í landsbyggðarkönnunum Stöðvar tvö. Lítill munur er á fylgi Íslandshreyfingarinnar milli kannana, fylgi hans er á milli tvö til þrjú prósent. All mikill munur er á fylgi Samfylkingarinnar eftir könnunum. Hún mælist hæst með 22,3 prósent í Fréttablaðinu en lægst hjá Gallup með 18 prósent. Mikill munur er á lægsta og hæsta fylgi Sjálfstæðisflokksins sem fær 37 prósent hjá Gallup en 45 prósent hjá Blaðinu og er með 30,5 prósent í landsbyggðarkönnunum Stöðvar tvö. Og eins er mikill munur á fylginu við Vinstri græna, sem eru lægstir hjá Blaðinu með 15,5 prósent en hæstir hjá Gallup með 25 prósent og 20,5 prósent á landsbyggðinni. Einar Mar Sigurðarson segir Blaðið og Fréttablaðið nota aðra aðferðafræði en Félagsvísindastofnun og Gallup. Blöðin hringi í fólk úr símaskránni eftir ákveðinni aðferð sem þau hafi þróað og spyrji eingöngu einnrar spurningar. Einar segir ekki mikinn mun vera á fylgi flokkanna í könnunum dagblaðanna sem yfirleitt séu gerðar á einum degi. Gallup og Félagsvísindastofnun taka hins vegar úrtak úr þjóðskrá og taka nokkra daga í að ná í fólk. En skoðum aðeins stöðuna á landsbyggðinni í kosningum 2003 annars vegar og í Stöðvar tvö könnununum. Þá sést að Framsókn missir fimm kjördæmakjörna þingmenn frá síðustu kosningum, Frjálslyndir missa einn, Samfylkingin bætir við sig einum, Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stað með 8 þingmenn en Vinstri grænir bæta við sig fjórum kjördæmakjörnum þingmönnum á landsbyggðinni. Munurinn á könnunum blaðanna og Félagsvísindastofnunar og Gallups, gæti m.a. helgast af því að erfitt getur reynst að ná í eldri konur, sem ekki eru skráðar í símaskrá og svo ungt fólk með frelsiskort og því ekki heldur skráð í símaskrá.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira