Innlent

Dæmdir fyrir stórfellda líkamsárás og íkveikju

Skaut tveimur skotum úr haglabyssu inn um eldhúsglugga.
Skaut tveimur skotum úr haglabyssu inn um eldhúsglugga. MYND/Hrönn A.

Þrír karlmenn voru dæmdir í 9 til 24 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir meðal annars húsbrot, þjófnað og stórfellda líkamsárás. Einn þeirra skaut úr haglabyssu inn um eldhúsglugga í Hafnarfirði á síðasta ári og særði mann.

Mennirnir, sem allir eru á þrítugsaldri, voru ákærðir fyrir nytjastuld, stórfellda líkamsárás, umferðarlagabrot, tilraun til brennu og fjársvik.

Alvarlegasti hlutur ákærunnar var skotárás sem átti sér stað á Burknavöllum í Hafnarfirði síðasta sumar. Þá skaut einn þeirra tveimur skotum úr haglabyssu inn um eldhúsglugga og særði þar einn mann. Mennirnir voru einnig fundnir sekir um að hafa ekið undir áhrifum lyfja, ráðist á mann og slegið hann í höfuðið með kúbeini, ekið á brott frá bensínstöð án þess að greiða fyrir og gert tilraun til að kveikja í húsi með því að kasta logandi flösku inn um gat á rúði í eldhúsglugga svo fátt eitt sé nefnt.

Mennirnir voru dæmdir í 9 mánaða, 15 mánaða og tveggja ára fangelsi.

Þeir eiga allir langan brotaferil að baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×