Innlent

Búið að landa um 80 þúsund tonnum af kolmunna

MYND/ Eiríkur Ó.

Búið er að landa um 80 þúsund tonnum af kolmunna til mjölverksmiðja hér landi frá áramótum samkvæmt samantekt Samtaka Fiskvinnslustöðva. Þar af nema landanir íslenskra skipa um 55 þúsund tonnum.

Aflaheimildir til kolmunnaveiða nema 335 þúsund tonnum á þessu ári en um 35 þúsund tonn voru flutt frá síðasta ári. Eftirstöðvar útgefins kolmunnakvóta eru því um 278 þúsund tonn.

Það sem af er ári nema landanir úr erlendum skipum um 22 þúsund tonnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×