Innlent

Lykilatriði að veita upplýsingar til borgara og hluthafa

Vilhjálmur Bjarnason er formaður Samtaka fjárfesta.
Vilhjálmur Bjarnason er formaður Samtaka fjárfesta. MYND/Rósa Jóhannsdóttir

Stjórn Samtaka fjárfesta telur of mikla einföldun að halda því fram að einkafyrirtæki og opinber fyrirtæki eigi ekki samleið vegna ólíkra hefða og vinnubragða.

Í ályktun samtakanna segir að í opinberum fyrirtækjum og í skráðum fyrirtækjum skuli hafa tvennt að leiðarljósi, gagnsæi í upplýsingagjöf og jafnræði meðal borgaranna og hluthafanna.

Telur stjórn samtakanna að þessi grundvallaratriði hafi ekki verið höfð að leiðarljósi í tengslum við mál Orkuveitunnar og Reykjavík Energy Invest. Hvetur stjórn Samtaka fjárfesta stjórnendur bæði opinberra og skráðra fyrirtækja að virða skilyrðislaust hlutafélagalög og samþykktir félaga sem og aðrar skráðar og óskráðar reglur sem við eiga í viðskiptum.

„Skiljanlegt sé að almenningi misbjóði þeir gjörningar sem stjórnendur Reykjavík Energy Invest stóðu að í síðustu viku," segir að endingu í ályktun stjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×