Innlent

Nokkuð um innbrot í gær

Sex innbrot voru tilkynnt til lögreglu í gær.
Sex innbrot voru tilkynnt til lögreglu í gær.
Sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Að sögn lögreglu var farið inn á þrjú heimili í austurborginni og eitt í Breiðholti en mismiklu var stolið. Á síðastnefnda staðnum var lyfjum meðal annars stolið en í austurborginni hurfu ferðatölva og myndavél á einum stað og sparibaukur á öðrum.

 

Sýnu mest mest var þó stolið á þriðja staðnum. Þar söknuðu húsráðendur ýmissa heimilistækja og fatnaðar. Þá var DVD spilara stolið úr bíl í Árbæ og í Grafarvogi var skiptimynt tekin úr öðrum bíl.

 

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að nokkrir einstaklingar hafi verið staðnir að hnupli í verslunum í gær og voru hinir fingralöngu á ýmsum aldri. Tveir karlmenn, annar um fertugt en hinn á þrítugsaldri, voru stöðvaðir í verslunarmiðstöð en þá höfðu þeir tekið hluti ófrjálsri hendi úr nokkrum búðum. Tveir piltar á fjórtánda aldursári voru staðnir að verki í matvöruverslun og hið sama átti við um tvær 8 ára stúlkur sem voru að stela sælgæti í annarri verslun. Þá er karlmaður á fertugsaldri grunaður um að hafa stolið DVD spilara úr sérverslun en athæfið náðist á öryggismyndavél og er mannsins nú leitað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×