Innlent

Fólk tvírukkað fyrir skil á ónýtum dekkjum

MYND/APA

Brögð eru að því að dekkjaverkstæði rukki fólk fyrir að skila inn ónýtum dekkjum þrátt að þau gjöld séu innifalin í kaupverði dekkjanna að sögn verkefnastjóra Úrvinnslusjóðs. Fólk er því í sumum tilvikum að tvígreiða úrvinnslugjaldið.

„Sum dekkjaverkstæði eru að rukka fólk um 300 til 600 krónur fyrir að skila inn ónýtum dekkjum," segir Guðlaugur Sverrisson, verkefnastjóri hjá Úrvinnslusjóði. „Þessi gjöld eru hins vegar innifalin í kaupverði dekkja."

Úrvinnslusjóður hefur tekið við ónýtum hjólbörðum án endurgjalds frá árinu 2003. Úrvinnslugjald er lagt á þá hjólbarða sem fluttir eru til landsins hvort sem þeir eru nýir, sólaðir, stakir eða sem hluti af ökutækjum. Gjaldið er notað til að greiða fyrir meðhöndlun hjólbarða, endurvinnslu, endurnýtingu eða förgun.

Úrvinnslugjaldið er ákveðinn fjárhæð fyrir hvert kíló hjólbarða sem fluttir eru til landsins og er nú 15 krónur á hvert kíló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×