Fótbolti

Dregur heldur úr rigningunni með kvöldinu

Rigningin ætti að verða hófleg á Laugardalsvellinum í kvöld
Rigningin ætti að verða hófleg á Laugardalsvellinum í kvöld

Um hádegisbilið í dag voru um 7000 manns búnir að kaupa sér miða á leik Íslendinga og Norður-Íra sem hefst klukkan 18:05 á Laugardalsvelli. Vísir setti sig í samband við sjálfan Sigga Storm og rukkaði hann um veðurspá fyrir leikinn. "Úrkoman er heldur að minnka og það á frekar að draga úr rigningunni þegar líður á kvöldið, svo ég held að þetta verði allt í þessu fína lagi," sagði Sigurður bjartur að vanda.

Stuðningsmönnum íslenska landsliðsins ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði og um að gera fyrir alla að drífa sig á völlinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×