Fótbolti

Emil lofar Svíum að stela stigum af Norður-Írum

Emil lofar Svíum að minnsta kosti jafntefli við Norður-Íra
Emil lofar Svíum að minnsta kosti jafntefli við Norður-Íra Mynd/Eyþór

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur lofað Svíum að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til að íslenska landsliðið steli stigum af Norður-Írum í undankeppni EM í kvöld og hjálpi þar með Svíum í toppbaráttu riðilsins.

Emil skoraði sem kunnugt er mark íslenska liðsins gegn Spánverjum um helgina og voru sænskir skiljanlega ánægðir með þau úrslit í toppbaráttunni við Spánverja. "Ég lofa ykkur að minnsta kosti einu stigi gegn Norður-Írum," sagði Emil í samtali við Aftonbladet í Svíþjóð. "Það er alltaf gott að geta komið að gagni og ég vil gjarnan hjálpa félaga mínum Erik Edman og sænska landsliðinu," sagði Emil, en hann spilaði með Edman þegar þeir voru samherjar hjá Tottenham.

"Við unnum jú fyrri leikinn gegn Norður-Írum og þeir eru örugglega á því að hefna fyrir það, en við viljum sína þjóðinni að við getum spilað góðan fótbolta. Ég er búinn að lofa íslenskum fjölmiðlum að við náum stigi í þessum leik, svo ég ætti alveg eins að geta lofað ykkur því," sagði Emil, sem áður spilaði með Malmö í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×