Arsenal og Chelsea á sigurbraut Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2007 16:07 Kolo Toure fagnar marki sínu fyrir Arsenal í dag með tilþrifum. Nordic Photos / Getty Images Arsenal og Chelsea unnu í dag sína leiki með sama mun, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni en sex leikir fóru fram klukkan 14.00. Arsenal hélt toppsætinu í deildinni með sigrinum á Bolton og hinn sjóðheiti Elano skoraði eina mark í leik Manchester City og Birmingham. City komst því í annað sæti deildarinnar en United getur endurheimt það með sigri á Aston Villa síðar í dag. Portsmouth komst upp í fimmta sætið með 2-0 sigri á Wigan og þá er Chelsea komið í sjöunda sæti deildarinnar. Bolton er nú eitt á botni deildarinnar þar sem Derby gerði jafntefli við Fulham á útivelli. Derby átti reyndar að vinna þann leik en Antti Niemi, markvörður Fulham, átti stórleik og kom í veg fyrir það. Arsenal - Bolton 2-0 William Gallas var með Arsenal á nýjan leik eftir meiðsli og þá kom Eduardo da Silva í liðið í fjarverju Robin van Persie sem er meiddur. Jens Lehmann er í kuldanum og var ekki einu sinni í hópnum. Hjá Bolton er Nicolas Anelka meiddur en þetta var fyrsti leikur Bolton undir stjórn Archie Knox. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill en Emmanuel Eboue átti gott færi hjá Arsenal í upphafi síðari hálfleiks sem hann nýtti þó ekki. Arsene Wenger gerði svo tvöfalda breytingu á 62. mínútu sem átti eftir að skila árangri. Theo Walcott kom inn á fyrir da Silva og Rosicky kom inn í í stað Eboue. Það var þó Kolo Toure sem braut ísinn með marki úr aukaspyrnu á 68. mínútu. Skot hans fór með grasinu fram hjá veggnum og Jussi Jaaskelainen í marki Bolton. Varamennirnir fyrrgreindu innsigluðu svo sigurinn undir lok leiksins. Walcott átti góða sendingu á Tomas Rosicky sem skoraði af stuttu færi. Robbie Savage og Tugay fagna marki þess síðarnefnda í dag.Nordic Photos / Getty Images Blackburn - Reading 4-2 Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir hvíldir eftir landsleikjahrinuna og frískir leikmenn fengu tækifæri. Það er þó varla hægt að segja að nýju mennirnir hafi nýtt tækifærið vel því Blackburn komst snemma í 3-0 forystu. Benni McCarthy skoraði fyrsta mark leiksins með skoti eftir sendingu Roque Santa Cruz. Það var svo Santa Cruz sem skoraði sjálfur annað mark leiksins á 22. mínútu og Tugay bætti því þriðja við tíu mínútum síðar. Steve Coppell gerði tvær breytingar á liði Reading í hálfleik og kom Brynjar Björn Gunnarsson inn fyrir André Bikey. Ívar Ingimarsson kom ekkert við sögu. Michael Duberry reyndi að klóra í bakkann fyrir Reading en skalli hans hafnaði í stöng Blackburn-marksins. Kevin Doyle klikkaði hins vegar ekki á sínu færi og skoraði með skalla á 80. mínútu eftir hornspyrnu. Það reyndist þó skammgóður vermir því Benni McCarty skoraði annað mark sitt í leiknum aðeins tveimur mínútum síðar, beint úr aukaspyrnu.Doyle skoraði hins vegar annað mark með skalla og minnkaði þar með muninn í 4-2. Annar markamikill leikur á útivelli hjá Reading. Elano á hér í höggi við leikmann Birmingham, Liam Ridgewell.Nordic Photos / Getty Images Manchester City - Birmingham 1-0 Sven-Göran Eriksson stillti upp óbreyttu liði hjá Manchester City í þriðja skiptið í röð. Elano lék með Brasilíu gegn Ekvador í vikunni í undankeppni HM 2010 en var engu að síður á sínum stað í liðinu þrátt fyrir langt ferðalag. Það var einmitt Elano sem skoraði fyrir Manchester City í fyrri hálfleik. Hnitmiðað skot hans fór framhjá Maik Taylor, norður-írska markverði Birmingham. Birmingham komst reyndar nálægt því að jafna metin skömmu eftir mark Elano en Joe Hart varði vel frá Olivier Kapo. Í síðari hálfleik komst Martin Petrov nálægt því að bæta við öðru marki fyrir City en allt kom fyrir ekki. City fagnaði góðum sigri og Elano er enn sjóðheitur. Didier Drogba og Frank Lampard klappa áhorfendum lof í lófa eftir leikinn gegn Middlesbrough í dag.Nordic Photos / Getty Images Middlesbrough - Chelsea 0-2 Frank Lampard og Didier Drogba voru á sínum stað í byrjunarliði Chelsea og þeir tveir báru ábyrgð á fyrsta marki Chelsea. Lampard gaf á Drogba sem skoraði með nettu skoti strax á áttundu mínútu. Mido komst nálægt því að jafna metin skömmu síðar en Petr Cech varði skalla Mido af stuttu færi af mikilli list. Það var svo varnarmaðurinn Alex sem skoraði annað mark Chelsea með frábæru skoti úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Boltinn hafnaði í efra markhorninu. Paul Konchesky fékk að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Craig Fagan, sem hér liggur í grasinu, olnbogaskot í andlitið.Nordic Photos / Getty Images Fulham - Derby 0-0 Derby byrjaði betur í leiknum en Kenny Miller átti fyrsta færi leiksins en Antti Niemi, markvörður Fulham, varði vel frá honum. Derby höfðu tapað öllum fimm útileikjum sínum í deildinni til þessa og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Niemi bjargaði svo aftur laglega en í þetta sinn frá liðsfélaga sínum þar sem Aaron Hughes var nálægt því að skora sjálfsmark. Til að bæta gráu á svart fékk Paul Konchesky, varnarmaður Fulham, að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Craig Fagan olnbogaskot í andlitið. Enn og aftur varði Niemi vel í marki Fulham, í þetta sinn frá Matt Oakley, leikmanni Derby. Skömmu síðar komst Giles Barnes nálægt því að skora fyrsta mark leiksins en Niemi var aftur vel á verði. Miller reyndi enn og aftur að skora fyrir Derby en finnski markvörðurinn í marki Fulham virtist hreinlega ósigrandi og varði skot hans. Niðurstaðan því markalaust jafntefli en ljóst er að Antti Niemi átti stórleik í marki Fulham og bjargaði stigi fyrir liði á heimavelli. Hermann Hreiðarsson vinnur hér skallaeinvígi við Marcus Bent, leikmann Wigan.Nordic Photos / Getty Images Wigan - Portsmouth 0-2 Ekki var víst hvort að Hermann Hreiðarsson væri leikfær en ákveðið var á síðustu stundu að hann myndi spila leikinn í vörn Portsmouth.Paul Scharner átti gott færi fyrir Wigan á upphafsmínútum leiksins en skalli hans hafnaði í stönginni og þá fór hann illa með gott skotfæri í kjölfarið. Í síðari hálfleik átti Sulley Muntari frábært skot í stöng af um 30 metra færi fyrir Portsmouth. Allt kom fyrir ekki. Það var ekki fyrr en seint í leiknum að Portsmouth skoraði mörkin sín tvö. Það fyrra gerði Benjani með skoti af stuttu færi en Glen Johnson bætti því síðara við eftir afar laglegan sprett að marki Wigan-manna. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira
Arsenal og Chelsea unnu í dag sína leiki með sama mun, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni en sex leikir fóru fram klukkan 14.00. Arsenal hélt toppsætinu í deildinni með sigrinum á Bolton og hinn sjóðheiti Elano skoraði eina mark í leik Manchester City og Birmingham. City komst því í annað sæti deildarinnar en United getur endurheimt það með sigri á Aston Villa síðar í dag. Portsmouth komst upp í fimmta sætið með 2-0 sigri á Wigan og þá er Chelsea komið í sjöunda sæti deildarinnar. Bolton er nú eitt á botni deildarinnar þar sem Derby gerði jafntefli við Fulham á útivelli. Derby átti reyndar að vinna þann leik en Antti Niemi, markvörður Fulham, átti stórleik og kom í veg fyrir það. Arsenal - Bolton 2-0 William Gallas var með Arsenal á nýjan leik eftir meiðsli og þá kom Eduardo da Silva í liðið í fjarverju Robin van Persie sem er meiddur. Jens Lehmann er í kuldanum og var ekki einu sinni í hópnum. Hjá Bolton er Nicolas Anelka meiddur en þetta var fyrsti leikur Bolton undir stjórn Archie Knox. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill en Emmanuel Eboue átti gott færi hjá Arsenal í upphafi síðari hálfleiks sem hann nýtti þó ekki. Arsene Wenger gerði svo tvöfalda breytingu á 62. mínútu sem átti eftir að skila árangri. Theo Walcott kom inn á fyrir da Silva og Rosicky kom inn í í stað Eboue. Það var þó Kolo Toure sem braut ísinn með marki úr aukaspyrnu á 68. mínútu. Skot hans fór með grasinu fram hjá veggnum og Jussi Jaaskelainen í marki Bolton. Varamennirnir fyrrgreindu innsigluðu svo sigurinn undir lok leiksins. Walcott átti góða sendingu á Tomas Rosicky sem skoraði af stuttu færi. Robbie Savage og Tugay fagna marki þess síðarnefnda í dag.Nordic Photos / Getty Images Blackburn - Reading 4-2 Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir hvíldir eftir landsleikjahrinuna og frískir leikmenn fengu tækifæri. Það er þó varla hægt að segja að nýju mennirnir hafi nýtt tækifærið vel því Blackburn komst snemma í 3-0 forystu. Benni McCarthy skoraði fyrsta mark leiksins með skoti eftir sendingu Roque Santa Cruz. Það var svo Santa Cruz sem skoraði sjálfur annað mark leiksins á 22. mínútu og Tugay bætti því þriðja við tíu mínútum síðar. Steve Coppell gerði tvær breytingar á liði Reading í hálfleik og kom Brynjar Björn Gunnarsson inn fyrir André Bikey. Ívar Ingimarsson kom ekkert við sögu. Michael Duberry reyndi að klóra í bakkann fyrir Reading en skalli hans hafnaði í stöng Blackburn-marksins. Kevin Doyle klikkaði hins vegar ekki á sínu færi og skoraði með skalla á 80. mínútu eftir hornspyrnu. Það reyndist þó skammgóður vermir því Benni McCarty skoraði annað mark sitt í leiknum aðeins tveimur mínútum síðar, beint úr aukaspyrnu.Doyle skoraði hins vegar annað mark með skalla og minnkaði þar með muninn í 4-2. Annar markamikill leikur á útivelli hjá Reading. Elano á hér í höggi við leikmann Birmingham, Liam Ridgewell.Nordic Photos / Getty Images Manchester City - Birmingham 1-0 Sven-Göran Eriksson stillti upp óbreyttu liði hjá Manchester City í þriðja skiptið í röð. Elano lék með Brasilíu gegn Ekvador í vikunni í undankeppni HM 2010 en var engu að síður á sínum stað í liðinu þrátt fyrir langt ferðalag. Það var einmitt Elano sem skoraði fyrir Manchester City í fyrri hálfleik. Hnitmiðað skot hans fór framhjá Maik Taylor, norður-írska markverði Birmingham. Birmingham komst reyndar nálægt því að jafna metin skömmu eftir mark Elano en Joe Hart varði vel frá Olivier Kapo. Í síðari hálfleik komst Martin Petrov nálægt því að bæta við öðru marki fyrir City en allt kom fyrir ekki. City fagnaði góðum sigri og Elano er enn sjóðheitur. Didier Drogba og Frank Lampard klappa áhorfendum lof í lófa eftir leikinn gegn Middlesbrough í dag.Nordic Photos / Getty Images Middlesbrough - Chelsea 0-2 Frank Lampard og Didier Drogba voru á sínum stað í byrjunarliði Chelsea og þeir tveir báru ábyrgð á fyrsta marki Chelsea. Lampard gaf á Drogba sem skoraði með nettu skoti strax á áttundu mínútu. Mido komst nálægt því að jafna metin skömmu síðar en Petr Cech varði skalla Mido af stuttu færi af mikilli list. Það var svo varnarmaðurinn Alex sem skoraði annað mark Chelsea með frábæru skoti úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Boltinn hafnaði í efra markhorninu. Paul Konchesky fékk að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Craig Fagan, sem hér liggur í grasinu, olnbogaskot í andlitið.Nordic Photos / Getty Images Fulham - Derby 0-0 Derby byrjaði betur í leiknum en Kenny Miller átti fyrsta færi leiksins en Antti Niemi, markvörður Fulham, varði vel frá honum. Derby höfðu tapað öllum fimm útileikjum sínum í deildinni til þessa og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Niemi bjargaði svo aftur laglega en í þetta sinn frá liðsfélaga sínum þar sem Aaron Hughes var nálægt því að skora sjálfsmark. Til að bæta gráu á svart fékk Paul Konchesky, varnarmaður Fulham, að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Craig Fagan olnbogaskot í andlitið. Enn og aftur varði Niemi vel í marki Fulham, í þetta sinn frá Matt Oakley, leikmanni Derby. Skömmu síðar komst Giles Barnes nálægt því að skora fyrsta mark leiksins en Niemi var aftur vel á verði. Miller reyndi enn og aftur að skora fyrir Derby en finnski markvörðurinn í marki Fulham virtist hreinlega ósigrandi og varði skot hans. Niðurstaðan því markalaust jafntefli en ljóst er að Antti Niemi átti stórleik í marki Fulham og bjargaði stigi fyrir liði á heimavelli. Hermann Hreiðarsson vinnur hér skallaeinvígi við Marcus Bent, leikmann Wigan.Nordic Photos / Getty Images Wigan - Portsmouth 0-2 Ekki var víst hvort að Hermann Hreiðarsson væri leikfær en ákveðið var á síðustu stundu að hann myndi spila leikinn í vörn Portsmouth.Paul Scharner átti gott færi fyrir Wigan á upphafsmínútum leiksins en skalli hans hafnaði í stönginni og þá fór hann illa með gott skotfæri í kjölfarið. Í síðari hálfleik átti Sulley Muntari frábært skot í stöng af um 30 metra færi fyrir Portsmouth. Allt kom fyrir ekki. Það var ekki fyrr en seint í leiknum að Portsmouth skoraði mörkin sín tvö. Það fyrra gerði Benjani með skoti af stuttu færi en Glen Johnson bætti því síðara við eftir afar laglegan sprett að marki Wigan-manna.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira