Innlent

Stórkostlegur listamaður fallinn frá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Garðar Cortes óperusöngvari.
Garðar Cortes óperusöngvari.

Garðar Cortes óperusöngvari segir að með andláti Pavarottis sé stórkostlegur listamaður fallinn frá. Hann segist ekki hafa átt nein persónuleg samskipti við Pavarotti fyrir utan að hann hafi hitt hann í veislu í Ráðherrabústaðinum þegar hann kom til landsins. „Hann var með langfallegustu röddina sem ég hef heyrt," segir Garðar. Hann telur að ekki sé hægt að tala um að neitt tímabil á ferli hans sé framar öðrum. Ferillinn hafi allur verið hinn glæsilegasti. „Það er stundum talað um að hápunkturinn hafi verið á heimsmeistaramótinu í fótbolta árið 1990, þegar samstarf tenóranna hófst, en ég tel að ferill hans hafi allur verið jafn glæsilegur," segir hann.

Garðar segir að stundum hafi verið talað um einhverskonar ríg á milli tenóranna þriggja áður en samstarf þeirra hófst en það sé misskilningur.„Þeir virtu hvorn annan", segir Garðar. Garðar segir að platan King of the High C´s sé mjög eftirminnileg. Á henni hafi hann opinberað einstakan hluta raddarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá stórum stundum í lífi tenórsins

Pavarotti ásamt Díönu prinsessu í Hyde Park í London árið 1991Getty
Tenórarnir þrír troða upp á ólympíuleikvanginum í Seoul í júní 2001. Pavarotti ásamt þeim Placido Domingo og Jose CarrerasGetty
Ásamt tenórnum Andrea Broccelli í maí 2003Getty
Pavarotti og Nicoletta Mantovani á brúðkaupsdaginn 13. desember 2003Getty
Hjónin ásamt dótturinni Alice PavarottiGetty
Á tónleikum í Moskvu í desember 2003Getty
TilfinninganæmurGetty
Með síðustu tónleikum stórsöngvarans, haldnir í Beijing í desember 2005Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×