Innlent

220 kærðir fyrir hraðakstur frá áramótum

MYND/Pjetur

220 ökumen hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akranesi frá áramótum. Segir lögregla þetta ansi háa tölu og sama megi segja um hraða þeirra ökumanna sem teknir eru.

26 voru stöðvaðir í síðustu viku fyrir hraðakstur og og mældist sá sem hraðast ók á 139 kílómetra hraða á klukkustund. Þá mældist annar á 128 kílómetra hraða og tveir á 124 kílómetra hraða. Lögregla segir að hraðamælingum verði haldið áfram af fullum þunga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×