Innlent

Heildarafli dregst saman milli ára

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum marsmánuði, metinn á föstu verði, var nærri níu prósentum minni en í mars í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Alls nam aflinn 161 þúsund tonnum í mars í ár en var rúm 133 þúsun tonn í mars í fyrra.

Fram kemur í tölum Hagstofunnar að það sem af er árinu hafi aflinn dregist saman um 3,5 prósent miðað við sama tímabil 2006 ef hann er metinn á föstu verði. Botnfiskafli í mars síðastliðnum dróst saman um tæplega 7.600 tonn frá marsmánuði 2006. Þá dróst flatfiskaflinn einnig saman milli ára eða um rúm 1.600 tonn.

Hins vegar jókst uppsjávarafli um 36.500 tonn milli ára en þar var einungis um að ræða loðnu og kolmunna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×