Enski boltinn

Coventry á leið í greiðslustöðvun

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frá heimavelli Coventry.
Frá heimavelli Coventry.

Stjórn Coventry City hefur tilkynnt að félagið sé líklega á leið í greiðslustöðvun. Vonir standa þó til þess að fjárfestar verði búnir að taka yfir félagið áður en kemur að greiðslustöðvun. Coventry fær tíu daga til að ganga frá því.

Ef ekki tekst að ganga frá yfirtökunni innan tíu daga mun Coventry missa tíu stig. Liðið er sem stendur í 14. sæti í ensku 1. deildinni með 25 stig en ef það myndi missa tíu stig væri það í fallsæti.

Ian Dowie er knattspyrnustjóri Coventry og hefur hann sagst ætla að íhuga sína stöðu ef félagið fer í greiðslustöðvun.

Það eru betri fréttir af Ipswich Town sem situr í áttunda sæti 1. deildarinnar. Bretinn Marcus Evans er að kaupa 87,5% hlut í félaginu og mun hann greiða upp allar skuldir félagsins auk þess að leggja fram tólf milljónir punda til rekstur þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×