Enski boltinn

Mourinho til AC Milan?

News of the World segir að Jose Mourinho muni taka við AC Milan
News of the World segir að Jose Mourinho muni taka við AC Milan NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið News of the World er fullt af góðu slúðri um helgina og þar kemur fram að Jermain Defoe hjá Tottenham sé búinn að lofa að framlengja samning sinn við félagið eftir miklar vangaveltur.

Defoe er 25 ára gamall og hefur verið orðaður við fjölda liða á Englandi undanfarin misseri. Hann hefur ekki fengið að spila mikið hjá Tottenham en News of the World hefur eftir honum að Juande Ramos sé búinn að óska eftir starfskröftum hans í framtíðinni.

Þá segir blaðið að Chelsea sé um það bil að fara að tapa 18 milljónum punda á framherjanum Andriy Shevchenko, því það muni selja hann fyrir litlar 12 milljónir punda til Inter eða Juventus í janúar.

Þá segir blaðið að Jose Mourinho verði ekki næsti landsliðsþjálfari Englendinga því hann sé þegar búinn að melda sig við AC Milan um að taka við þegar Carlo Ancelotti hættir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×