Innlent

Lækka gjaldskrá í félagsmiðstöðvum

Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun að lækka gjaldskrá fyrir veitingar í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Heimsendur matur og hádegisverður í mötuneytum félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar lækkar úr 535 krónum í 510 eða um 4,7 prósent frá 1. mars. Fram kemur í tilkynningu frá velferðarráði að aðrar veitingar sem í boði séu á félagsmiðstöðvum lækki að meðaltali um 7 prósent frá og með morgundeginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×