Valkostur fyrir alla 31. mars 2007 06:45 „Þetta er ákveðinn valkostur við hefðbundnar fermingar,“ segir Jóhann Björnsson sem sinnt hefur kennslu á fermingarnámskeiðum Siðmenntar í ellefu ár. Þeim sem kjósa borgaralegar fermingar fer fjölgandi. Það eru ekki allir sem kjósa að fermast í kirkju. Borgaralegar fermingar njóta sífellt meiri vinsælda. Samtökin Siðmennt hafa staðið fyrir þeim allt frá árinu 1989. Fjöldi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega og sækja undirbúningsnámskeið hjá Siðmennt hefur fjölgað síðustu ár enda er það góður kostur fyrir einstaklinga sem eru annarrar trúar eða trúa einfaldlega ekki. Allir sem áhuga hafa geta fermst borgaralega, jafnvel þótt þeir telji sig trúaða eða tilheyri trúfélagi. „Þetta er ákveðinn valkostur við hefðbundnar fermingar. Ein af aðalástæðunum fyrir því að við komum þessu á fót er hvað fermingin hefur mikið vægi í samfélaginu og við vildum að þeir sem kjósa ekki hefðbundnu leiðina hefðu eitthvert val og þyrftu ekki að fara á mis við ferminguna sem er mikils metin í samfélaginu. Við leitumst við að efla siðferðisþroska krakkanna og þroska með þeim gagnrýna hugsun þannig að þau verði ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Það er grunnmarkmiðið, að þroska þau og gera þau að betri manneskjum,“ segir Jóhann Björnsson sem sinnt hefur kennslu á fermingarnámskeiðum Siðmenntar í ellefu ár. Jóhann segir að hvert og eitt fermingarbarn hafi sínar ástæður fyrir því að fara þessa leið og hópurinn sé innbyrðis mjög ólíkur. „Ég spyr krakkana alltaf um ástæðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti tilheyrir þá ýmist ekki trúfélögum eða trúfélögum þar sem fermingar tíðkast ekki. Ég hef heyrt að forstöðumenn safnaða þar sem fermingar tíðkast ekki hafi jafnvel bent krökkunum á þennan valkost ef þau vilja taka þátt í þessu félagslega fyrirbæri sem er svona sterkt í samfélaginu. Þetta hefur reyndar verið að breytast svolítið á undanförnum árum. Til dæmis eru krakkar sem ætla sér að fermast í þjóðkirkjunni farin að sækja svolítið í að koma á þetta námskeið okkar. Þau taka þá ekki endilega þátt í athöfninni sjálfri en það er alls ekki bannað að vera með á báðum stöðum. Ég held að krökkunum hugnist einfaldlega sú fræðsla sem við erum að bjóða upp á og við höfum hvatt sem flesta til að sækja námskeiðið.“ Á undirbúningsnámskeiðunum er það talinn kostur hversu ólíkir þátttakendur eru þegar kemur að lífsafstöðu þeirra og skoðunum. Jóhann segir langflesta krakkana taka virkan þátt í umræðum og þessi tími geti verið ákaflega lærdómsríkur jafnt fyrir kennara sem nemendur. „Við förum vel í það hvað er gagnrýnin hugsun og kennum krökkunum að rökstyðja mál sitt. Við æfum okkur með því að beita þessari hugsun á hin ýmsu málefni og að náminu loknu geta krakkarnir beitt þessari hugsun á ýmis hversdagsleg viðfangsefni. Í námskeiðinu tökum við meðal annars á því hvernig er að vera unglingur í auglýsingasamfélagi, fjöllum um fjölmenningarsamfélag og fordóma og ýmis siðferðileg álitamál. Ég reyni eftir bestu getu að taka dæmi úr samtímanum og hef komið mér upp dágóðu safni af úrklippum úr dagblöðum í þeim tilgangi. Þetta er eitthvað sem tengir krakkana við umhverfið og þau eru mjög áhugasöm um það. Svo koma gestakennarar til okkar og fjalla um heimspekilegar rökræður, sjálfsmynd og samskipti kynjanna, sorg og að verða fyrir áföllum,“ segir Jóhann að lokum. Fermingar Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Þeim sem kjósa borgaralegar fermingar fer fjölgandi. Það eru ekki allir sem kjósa að fermast í kirkju. Borgaralegar fermingar njóta sífellt meiri vinsælda. Samtökin Siðmennt hafa staðið fyrir þeim allt frá árinu 1989. Fjöldi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega og sækja undirbúningsnámskeið hjá Siðmennt hefur fjölgað síðustu ár enda er það góður kostur fyrir einstaklinga sem eru annarrar trúar eða trúa einfaldlega ekki. Allir sem áhuga hafa geta fermst borgaralega, jafnvel þótt þeir telji sig trúaða eða tilheyri trúfélagi. „Þetta er ákveðinn valkostur við hefðbundnar fermingar. Ein af aðalástæðunum fyrir því að við komum þessu á fót er hvað fermingin hefur mikið vægi í samfélaginu og við vildum að þeir sem kjósa ekki hefðbundnu leiðina hefðu eitthvert val og þyrftu ekki að fara á mis við ferminguna sem er mikils metin í samfélaginu. Við leitumst við að efla siðferðisþroska krakkanna og þroska með þeim gagnrýna hugsun þannig að þau verði ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Það er grunnmarkmiðið, að þroska þau og gera þau að betri manneskjum,“ segir Jóhann Björnsson sem sinnt hefur kennslu á fermingarnámskeiðum Siðmenntar í ellefu ár. Jóhann segir að hvert og eitt fermingarbarn hafi sínar ástæður fyrir því að fara þessa leið og hópurinn sé innbyrðis mjög ólíkur. „Ég spyr krakkana alltaf um ástæðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti tilheyrir þá ýmist ekki trúfélögum eða trúfélögum þar sem fermingar tíðkast ekki. Ég hef heyrt að forstöðumenn safnaða þar sem fermingar tíðkast ekki hafi jafnvel bent krökkunum á þennan valkost ef þau vilja taka þátt í þessu félagslega fyrirbæri sem er svona sterkt í samfélaginu. Þetta hefur reyndar verið að breytast svolítið á undanförnum árum. Til dæmis eru krakkar sem ætla sér að fermast í þjóðkirkjunni farin að sækja svolítið í að koma á þetta námskeið okkar. Þau taka þá ekki endilega þátt í athöfninni sjálfri en það er alls ekki bannað að vera með á báðum stöðum. Ég held að krökkunum hugnist einfaldlega sú fræðsla sem við erum að bjóða upp á og við höfum hvatt sem flesta til að sækja námskeiðið.“ Á undirbúningsnámskeiðunum er það talinn kostur hversu ólíkir þátttakendur eru þegar kemur að lífsafstöðu þeirra og skoðunum. Jóhann segir langflesta krakkana taka virkan þátt í umræðum og þessi tími geti verið ákaflega lærdómsríkur jafnt fyrir kennara sem nemendur. „Við förum vel í það hvað er gagnrýnin hugsun og kennum krökkunum að rökstyðja mál sitt. Við æfum okkur með því að beita þessari hugsun á hin ýmsu málefni og að náminu loknu geta krakkarnir beitt þessari hugsun á ýmis hversdagsleg viðfangsefni. Í námskeiðinu tökum við meðal annars á því hvernig er að vera unglingur í auglýsingasamfélagi, fjöllum um fjölmenningarsamfélag og fordóma og ýmis siðferðileg álitamál. Ég reyni eftir bestu getu að taka dæmi úr samtímanum og hef komið mér upp dágóðu safni af úrklippum úr dagblöðum í þeim tilgangi. Þetta er eitthvað sem tengir krakkana við umhverfið og þau eru mjög áhugasöm um það. Svo koma gestakennarar til okkar og fjalla um heimspekilegar rökræður, sjálfsmynd og samskipti kynjanna, sorg og að verða fyrir áföllum,“ segir Jóhann að lokum.
Fermingar Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira