Innlent

Skíðlogandi útikamar

MYND/365

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt eftir miðnætti í nótt eftir að eldur kviknaði í útikamri Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti. Kamarinn er staðsettur á golfvellinum nánar tiltekið við teig númer tíu og stóð hann í ljósum logum þegar slökkviliðið bar að garði.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn en kamarinn er mikið skemmdur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík eru eldsupptök ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×