Enski boltinn

Aston Villa burstaði Blackburn

Villa menn eru í stuði á útivöllunum
Villa menn eru í stuði á útivöllunum NordicPhotos/GettyImages

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Aston Villa gerði sér lítið fyrir og burstaði Blackburn 4-0 á útvielli. John Carew kom gestunum yfir í fyrri hálfleik og staðan var 1-0 þegar flautað var til hlés.

Í þeim síðari fékk Villa dæmda vítaspyrnu eftir að Ryan Nelsen braut af sér inni í teig og var rekinn af velli. Gareth Barry skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var í kjölfarið og það voru svo Ashley Young og Marlon Harewood sem innsigluðu sigur Villa.

Þetta var þriðji útisigur Villa í röð í deildinni og fjórði sigur liðsins í deildinni alls. Villa er í 6. sæti deildarinnar eftir sigurinn og hefur jafn mörg stig og Liverpool sem er í 5. sætinu og á leik til góða. Blackburn er í 9. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×