Enski boltinn

Handtökur í Englandi vegna spillingar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stevens lávarður hefur rannsakað spillingu í enska boltanum.
Stevens lávarður hefur rannsakað spillingu í enska boltanum. Nordic Photos / Getty Images

Fjórir menn hafa verið handteknir í Englandi vegna rannsókn lögreglunnar á spillingu í knattspyrnuheiminum.

Mennirnir eru grunaðir um fjármálamisferli og bókhaldssvik en ekki er tekið fram nöfn þeirra handteknu. Þeir eru 69 ára, 55 ára, 48 ára og 30 ára gamlir.

Í júlí síðastliðnum gerði lögreglan rassíu í herbúðum Newcastle, Portsmouth og Rangers vegna rannsóknarinnar.

Á síðasta ári réði enska knattspyrnusambandið fyrrum yfirmann hjá bresku lögreglunni, Stevens lávarð, um að rannsaka nokkur hundruð félagaskipti vegna gruns um spillingar.

Hann skilaði skýrslu sinni í júní síðastliðnum þar sem vakin var sérstök athygli á sautján félagaskiptum og fimm úrvalsdeildarfélögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×