Innlent

Þrjú þúsund látast í umferðinni á degi hverjum

Á hverjum degi látast þrjú þúsund manns í umferðarslysum í heiminum og gert er ráð fyrir að á hverri mínútu slasist eitt barn alvarlega í umferðinni. Alþjóðleg umferðarvika hófst í dag en sérstök áhersla er á umferðaröryggi í þróunarlöndum.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir afleiðingar umferðaslysa sem eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Alþjóðlega umferðaröryggisvikan er nú haldin í fyrsta sinn en gert er ráð fyrir að hún verði framvegis haldin á þriggja ára fresti.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnaði í morgun sérstaka sýningu hjá Sjóvá Forvarnarhúsi. Þar má finna ökuhermi, ölvunargleraugu og fleira. Fjöldi námskeiða hafa verið haldin fyrir ungmenni í Forvarnarhúsinu og telur forstöðumaður hússins þau skila árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×