Innlent

Lyfjaverð í Evrópu næst hæst á Íslandi

Lyfjaverð á Íslandi er það næst hæsta á evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt nýútkominni könnun Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Af þeim 33 löndum sem könnunin náði til var lyfjaverð aðeins hærra í Sviss.

Í könnuninni voru borin saman verð á 181 vinsælu lyfi í 33 Evrópulöndum. Þar af voru þrír fjórði hluti frumlyf og einn fjórði samheitarlyf.

Samkæmt könnuninni var lyfjaverð á Íslandi 60 prósent fyrir ofan meðalverð. Aðeins í Sviss var það hærra en þar er verð um 87 prósent fyrir ofan meðalverð.

Í Danmörku var lyfjaverð 21 prósent yfir meðaltali og í Noregi 20 prósent. Lægst var það í Makedóníu þar sem það var 42 prósent fyrir neðan meðalverð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×