Innlent

Íslensku þýðingaverðlaunin afhent á morgun

Frá verðlaunaafhendingunni í fyrra.
Frá verðlaunaafhendingunni í fyrra.

Íslensku þýðingaverðlaunin verða afhent í þriðja sinn á morgun en sex þýðendur eru tilnefndir fyrir verk sín. Afhendingin fer að venju fram á Gljúfrasteini og mun forseti Íslands afhenda verðlaunin sem nema 400 þúsund krónum.

Sex þýðendur eru tilnefndir til verðlaunanna.

Atli Magnússon fyrir þýðingu sína á bókinni Nostromo eftir Joseph Conrad.

Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson fyrir þýðingu sína á bókinni Umskiptin eftir Franz Kafka.

Fríða Björk Ingvarsdóttir fyrir þýðingu sína á Dætur hússins.

Kristian Guttesen fyrir þýðingu sína á bókinni Brekkan eftir Carl Frode.

Salka og Silja Aðalsteinsdóttir fyrir þýðingu sína á bókinni Wuthering Heights eftir Emily Brontë.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×