Innlent

Allir helstu þjóðvegir færir

MYND/AB

Allir helstu þjóðvegir landins eru færir samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Hálka er á heiðum á Vestfjörðum og hálkublettir víða á Norðausturlandi. Ófært er um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar.

Akstur á flest öllum hálendisvegum er bannaður vegna og aurbleytu og hættu á vegaskemmdum. Þó er fært inn í Þórsmörk og þeir sem vilja komast með bíla eða vélsleða á snjó er bent á að hægt er að fara frá Húsafelli upp á Langjökul. Einnig er hægt að komast upp á Mýrdalsjökul um Sólheimaheiði.

Vegna hættu á slitlagsskemmdum eru þungatakmarkanir í gildi víða um land og eru flutningsaðilar beðnir um að kynna sér það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×