Óttast að alheimskreppa skelli á Guðjón Helgason skrifar 10. ágúst 2007 18:30 Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða. Dagurinn byrjaði illa á fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun en niðursveifla var einnig á mörkuðum í gær vegna slæmrar stöðu þeirra fjármálastofnana sem lánað hafa fólki með slakt lánstraust fé til húsnæðiskaupa. Fjármálafyrirtæki hafa þurft að taka á sig mikið tap vegna þessa og hafa vanskil á lánum aukist verulega vegna hækkandi vaxta. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um tæp 4% í gær og í dag. Í Japan féll Nikkei-vísitalan um 2,5% í morgun og þá féll verð á hlutabréfum á mörkuðum í Hong Kong og Singapore um 2-4%. Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Norska blaðið Aftenposten talar um blóðrauðan dag á norskum markaði en þar lækkaði gengi hlutabréfa um 2,1% á fyrsta hálftíma sem viðskipti voru heimil í morgun. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 3,1%, CAC-vísitalan franska lækkaði um 3% og hin þýska DAX um 1,6%. Seðlabankar Japans, Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjanna hafa reynt að bregðast við þessu og dælt fé inn á markaðinn í þeirri von að ná jafnvægi og koma í veg fyrir frekari fall á mörkuðum. Þegar Kauphöll Íslands var lokað í dag hafði úrvalsvísitalan lækkað um 3,5% og krónan veikst um 2%. Gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum á Íslandi lækkaði mikið, mest í Exista um 6,5%. Sérfræðingar á alþjóðamarkaði segja að á þessari stundu sé ómögulegt að geta sér til um umfang vandans og áhrif hans um allan heim. Það sé þó ljóst að erfiðara verði fyrir banka, fyrirtæki og neytendur að fá lánsfé og nálgast lausafé. Að óbreyttu stefni í alheimskreppu. Sérfræðingar í íslenska bankageiranum segja að áhrifin hér verði vissulega einhver en íslensku bankarnir séu ekki berskjaldaðir fyrir lánveitingunum í Bandaríkjunum. Það verði hins vegar dýrara að taka lán og erfitt að fá þau. Skuldsettar yfirtökur verði færri og þá verði bankarnir af þókunartekjur. Þeir hafi þó varið sig vel fyrir veikingu krónunnar með að auka eigið fé í öðrum gjaldmiðlum fyrr í sumar. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir enga ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða vegna ástandsins. Auðvitað hafi hræringar erlendis áhrif á íslenskum markaði nú miðað við opið hagkerfi og alþjóðavæðingu. Hins vegar sjái hann ekki ástæðu til að ríkisstjórnin grípi til sérstakra aðgerða, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Erlent Fréttir Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða. Dagurinn byrjaði illa á fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun en niðursveifla var einnig á mörkuðum í gær vegna slæmrar stöðu þeirra fjármálastofnana sem lánað hafa fólki með slakt lánstraust fé til húsnæðiskaupa. Fjármálafyrirtæki hafa þurft að taka á sig mikið tap vegna þessa og hafa vanskil á lánum aukist verulega vegna hækkandi vaxta. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um tæp 4% í gær og í dag. Í Japan féll Nikkei-vísitalan um 2,5% í morgun og þá féll verð á hlutabréfum á mörkuðum í Hong Kong og Singapore um 2-4%. Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Norska blaðið Aftenposten talar um blóðrauðan dag á norskum markaði en þar lækkaði gengi hlutabréfa um 2,1% á fyrsta hálftíma sem viðskipti voru heimil í morgun. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 3,1%, CAC-vísitalan franska lækkaði um 3% og hin þýska DAX um 1,6%. Seðlabankar Japans, Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjanna hafa reynt að bregðast við þessu og dælt fé inn á markaðinn í þeirri von að ná jafnvægi og koma í veg fyrir frekari fall á mörkuðum. Þegar Kauphöll Íslands var lokað í dag hafði úrvalsvísitalan lækkað um 3,5% og krónan veikst um 2%. Gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum á Íslandi lækkaði mikið, mest í Exista um 6,5%. Sérfræðingar á alþjóðamarkaði segja að á þessari stundu sé ómögulegt að geta sér til um umfang vandans og áhrif hans um allan heim. Það sé þó ljóst að erfiðara verði fyrir banka, fyrirtæki og neytendur að fá lánsfé og nálgast lausafé. Að óbreyttu stefni í alheimskreppu. Sérfræðingar í íslenska bankageiranum segja að áhrifin hér verði vissulega einhver en íslensku bankarnir séu ekki berskjaldaðir fyrir lánveitingunum í Bandaríkjunum. Það verði hins vegar dýrara að taka lán og erfitt að fá þau. Skuldsettar yfirtökur verði færri og þá verði bankarnir af þókunartekjur. Þeir hafi þó varið sig vel fyrir veikingu krónunnar með að auka eigið fé í öðrum gjaldmiðlum fyrr í sumar. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir enga ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða vegna ástandsins. Auðvitað hafi hræringar erlendis áhrif á íslenskum markaði nú miðað við opið hagkerfi og alþjóðavæðingu. Hins vegar sjái hann ekki ástæðu til að ríkisstjórnin grípi til sérstakra aðgerða, að minnsta kosti ekki að svo stöddu.
Erlent Fréttir Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira