Lífið

Emma Bunton orðin mamma

MYND/GettyImages

Emma Bunton, barnakryddið úr Spice Girls hljómsveitinni, eignaðist lítinn dreng á einkareknu sjúkrahúsi í London fyrr í dag. Drengurinn er fyrsta barn hinnar 31 árs fyrrum kryddpíu og kærasta hennar til átta ára, Jade Jones.

Drengurinn hefur fengið nafnið Beau og eru foreldrarnir í skýjunum með hann og geta ekki beðið eftir því að fá að taka hann með sér heim. Jones segir hann líkjast þeim báðum og sé þar af leiðandi lukkunnar pamfíll.

Jones er fyrrum meðlimur í strákabandinu Damage sem nú hefur lagt upp laupana. Bunton mun hins vegar sameinast Spice Girls stelpunum á ný í tónleikaferð um Bandaríkin sem hefst í desember. Hljómsveitin hefur ekki komið opinberlega fram síðan rauða kryddið Geri Halliwell yfirgaf hana í maí 1998.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.