Innlent

Eiga ekki að ná sér í tekjur með seðilgjöldum

Viðskiptaráðherra segir bankana og fjármálastofnanir ekki eiga að ná sér í tekjur með seðilgjöldum. Hann segir seðilgjöldin verða skoðuð á næstunni samhliða öðrum málum sem lúta að neytendum.

Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að hvert heimili í landinu greiði upp undir hundrað og tuttugu þúsund krónur í seðilgjöld á ári hverju. Forstjóri Neytendastofu segir gjöldin oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg og skorar hann á viðskiptaráðherra að beita sér lagasetningu sem dregur úr seðilgjöldum.

Viðskiptaráðherra segir að málið verði skoðað en bankar og fjármálastofnanir eigi ekki að ná sér í tekjur með þessum gjöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×