Lífið

Ómar Ragnarsson aftur í Gay Pride

Sjónvarps- og stjórnmálamaðurinn Ómar Ragnarsson verður á sínum stað í Gay Pride-göngunni á laugardaginn.
Sjónvarps- og stjórnmálamaðurinn Ómar Ragnarsson verður á sínum stað í Gay Pride-göngunni á laugardaginn.

„Ég verð þarna, fremstur í göngunni," segir sjónvarpsmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Ómar Ragnarsson en hann hyggst aftur taka þátt í Gay Pride-göngunni á laugardaginn. Að þessu sinni er tvöföld ástæða fyrir veru Ómars og gula bílsins Mikla athygli vakti þegar Ómar mætti í gönguna í fyrra á litla Fíatnum sínum með dragdrottningu upp úr bílnum og segir Ómar að ekki hafi neitt annað komið til greina en að taka þátt aftur í ár. „Ég er reyndar með fína hálsfesti utan um baksýnisgluggann sem dragdrottningin í fyrra skildi eftir en ég veit ekki hver verður með mér í bílnum núna," segir Ómar sem var þá nýbúinn að tala við göngustjórann og fá nánari upplýsingar um hlutverk sitt.

Ómar segir ofureinfalda ástæðu fyrir því af hverju hann sýni stuðning sinn í verki við réttindabaráttu samkynhneigðra. „Þegar ég var að alast upp var einn strákur sem var farinn að leika sér með dúkkur í götunni okkar. Sá maður hefur lifað við stanslausar kvalir síðan þá og hann einn nægir mér þótt ég viti um allar hinar þúsundirnar sem líður á sama hátt," útskýrir Ómar.

Og sjónvarpsmaðurinn mun mæta tímanlega að þessu sinni en töluverður asi var á honum í fyrra. „Þá var Fíatinn læstur inni í umboði og frídagur þannig að þetta var knappur tími. Nú bíður hann bara úti á plani eftir laugardeginum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.