Fótbolti

Houllier ráðinn tæknistjóri Frakka

NordicPhotos/GettyImages
Fyrrum Liverpool-stjórinn Gerard Houllier hefur verið ráðinn tæknistjóri franska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta segja franskir fjölmiðlar í dag. Houllier hætti hjá meisturum Lyon í lok síðasta tímabils eftir að hafa leitt liðið til sjötta meistaratitilsins í röð. Hann var áður tæknistjóri hjá landsliðinu á árunum 1989 til 1998.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×