Innlent

Borgin kynnir þriggja ára áætlun

Borgarstjórnarmeirihlutinn stefnir að því að stórauka tekjur borgarinnar á næstu árum með íbúafjölgun og hagræðingu. Kynnt voru í dag áform í rekstri borgarinnar á næstu þremur árum en lykillinn að fjölgun er stóraukið lóðaframboð.

Áform um borgarreksturinn til næstu ára voru kynnt í dag og eru til umræðu á fundi borgarstjórnar. Rekstraráformin eiga að endurspegla þau kosningaloforð sem flokkarnir kynntu á liðnu vori. Það á að auka tekjurnar og aðhald í rekstri - saxa á skuldir en auka samt framkvæmdir. Auknar tekur eiga að koma með fjölgun íbúa og lykillin að því er að stórauka lóðaframboð. Stefnt verður að því að bjóða þegar uppá þúsund lóðir nú í vor sem skiptast til helminga í sérbýli og fjölbýli.

Fram kom á fundi í dag að Reykjavík stendur öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu langt að baki í íbúafjölgun á liðnum árum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri segir að efndir kosningaloforða endurspeglist í þessari þriggja ára áætlun. Það eigi að taka til hendinni við að hreinsa borgina og bæta viðhald gatna auk þess sem göngustígar verða bættir. Frístundakortin koma í áföngum á næstu þremur árum og áfram verður álagningastuðull á íbúðarhúsnæði lækkaður smám saman út kjörtímabilið. Raunsæ framtíðarsýn - en samt bjartsýn segir borgarstjóri en minnir á að Reykjavíkurborg er ekkert eyland. Hann bendir á að áætlanir borgarinnar til næstu ára byggist á stöðugum efnahagshorfum þar sem ákvarsðanir landstjórnarinnar hafi mikil áhrif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×